
Þjónusta við olíuskiljur
Olíuskiljur krefjast skipulags og vandaðs eftirlits samkvæmt EN 858 og Umhverfisstofnunar. Vatnsgæði sér um að skoðanir, viðhald og skráning séu unnin rétt og á réttum tíma, þannig að fyrirtækið þitt uppfylli reglur, komi í veg fyrir frávik og standist úttektir eftirlitsaðila.
Við bjóðum heildarlausnir í vöktun olíuskilja - vottaðan búnað, uppsetningu, viðhald og fjarvöktun - sem tryggir samræmi við EN 858 og Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

Reglulegar þjónustuskoðanir
Faglegt eftirlit, EN 858 samræmi og skýr skjalfesting sem auðveldar þér að standast kröfur eftirlitsaðila og sýna ábyrgan rekstur.

Uppsetningarþjónusta
Við bjóðum upp á heildarþjónustu við uppsetningu á vöktunarkerfum — vottuð uppsetning og virkniprófanir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

Vöktunarbúnaður
Við útvegum vottaðan eftirlitsbúnað fyrir olíuskiljur sem uppfyllir gildandi kröfur EN 858 og Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar.

Fjarvöktun
Fjarvöktun Vatnsgæða fyrir olíuskiljur er heildarlausn sem krefst engra innviða á staðnum; búnaðurinn er rafhlöðuknúinn og keyrir algjörlega sjálfstætt. Viðvaranir berast í rauntíma bæði með tölvupósti og inn á yfirlitsmælaborð í vefgátt Vatnsgæða, þar sem þú hefur ávallt skýra yfirsýn yfir öll kerfi.
Hvaða kröfur eru í gildi á Íslandi?
Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar:
"Olíuskiljur skulu útbúnar viðvörunarbúnaði í samræmi við reglugerð nr. 884/2017."
"Vöktunarbúnaður skal vera staðsettur þar sem vart verður við hann fari hann af stað t.d. í stjórnstöðvum eða hússtjórnarkerfum. Búnaðurinn skal vera aðgengilegur og hann skal prófa á sex mánaða fresti og halda skal skrá yfir prófanirnar."
Þjónustuskoðun á olíuskilju
Skýr ábyrgð rekstraraðila
Rekstraraðilar bera skýra ábyrgð á því að olíuskiljur séu skoðaðar reglulega í samræmi við gildandi staðla (t.d. EN 858) og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um olíuskiljur.
Ekki valkostur – heldur skylda
Þjónustuskoðanir eru ekki valkvæður lúxus heldur skýr og ófrávíkjanleg skylda. Fyrirtæki sem taka umhverfismál alvarlega sjá til þess að allar olíuskiljur í þeirra umsjá fái reglulegar þjónustuskoðanir.
ISO 14001 og olíuskiljur
Fyrirtæki sem eru vottað samkvæmt ISO 14001, eða vinna í samræmi við staðalinn, eiga að taka verklag um rekstur, viðhald og skoðun olíuskilja sérstaklega fyrir. Olíuskiljur eru raunverulegur umhverfisþáttur sem á að endurspeglast í umhverfisstjórnunarkerfinu og skjalfestum verkferlum.
Hvernig Vatnsgæði styðja við reksturinn
Vatnsgæði bjóða faglegar og óháðar þjónustuskoðanir á olíuskiljum, í samræmi við viðurkennd verklag og kröfur eftirlitsaðila.

Vatnsgæði ehf er viðurkenndur umboðs og þjónustuaðili fyrir Aqusentry á Ísland.